Rangar tölur gefnar fram um kröfur verkalýðsfélagana á vísir

Krafan er krónutöluhækkun á öll laun í þrjú ár.

Lágmarkslaunataxtinn verður 425.000 árið 2021.

Verðbólga árið 2018 var 3,2% og spáin fyrir 2019 er 3,4% og 3,2% árið 2020 samkvæmt verðbólguspá íslandsbanka.

Miðað við verðbólguspá er 300.000kr í byrjun 2018 jafngildis 320,126kr í lok desember 2020.

Einnig er farið fram á að það sé "stefnt að 32 stunda vinnuviku á samningstímanum." Það er verið að ætlast til að fólk í fullri vinnu fái að vinna 32 tíma og þurfi ekki að starfa lengur en það til að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni.

Venjan í mörgum fyrirtækjum er að hafa dagvinnustarfsmenn á dagvinnutíma (núverandi 40 tíma á viku) og hlutastarfsfólk eftir það.

Hérna er útreikningur á væntanlegum launum, launakostnaði fyrir 172 tíma með útreikningi á gildi miðað við áætlaða verðbólgu(skrifað jafngildi, miðað við áætlaða upphæð 2018. Reiknað "Framtíðarupphæð / (1+verðbólga ár eitt) / (1+verðbólga ár 2) = jafngildi upphæðar 2018" t.d. 426,000/1.032/1.034/1.032 = 386,838.48.)
Miðað er við samstundis breytingu í 32 tíma vinnuviku fyrir fullt starf og 25.6 tíma vaktavinnu viku.
Launakostnaður þýðir kostnaður fyrir atvinnurekandann að borga starfsmönnum fyrir 172 tíma mánaðarvinnu miðað við dagvinnustarfsmann í 100% vinnu og starfsmenn í vaktavinnu á mismuninn milli styttri vinnuviku og núverandi vinnuviku.

Kostnaðurinn fyrir 172 tíma vinnu á mánuði miðað við lágmarkslaun 425.000 og samsvarandi vaktavinnutaxta væri því 505,605.94kr og því 106,743kr mismunur milli þess og upphæðinni á yfirvinnukostnaði.

Allar tölurnar eru án skatta.

https://efling.is/storf-a-hotelum-og-veitingahusum/

/r/Iceland Thread Parent Link - falsfrettir.is