Í tilefni þess að ríka fólkið er að koma peningunum sínum úr landi áður en vondi auðlegðarskatturinn kemur aftur.

Það er sorglegt að komentið þið sé niðurvótað svona mikið, þetta subreddit er orðið að einhverju kommabæli. Menn ættu að skoða hvernig á að lækka útgjöld ríkisins og gera ríkisreksturinn skilvirkari. Það liggur í mönnum núna að það sé best að hækka skatta og auka útgjöld ríkissjóðs einmitt þegar atvinnulífið hefur ekki verið betra í langan tíma. Það sem mér finnst verst eru launaútgjöld ríkissjóðs. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í október eru ríkisstarfsmenn með hæstu meðallaunin. Ég hef unnið sem verktaki í ýmsum ríkisstofnunum og það sem ég hef séð er hræðilegt. Alltof mikið er af stöðugildum sem hafa verið sköpuð fyrir vinafólk, og það sem verst er þa eru þetta mjög vellaunuð störf. Einnig hef ég orðið vitni af því að yfirmenn í ýmsum ríkisstofnunum hafi látið endurnýja skrifstofubúnað (borð og skrifstolustóla) þrátt fyrir það að gamli búnaðurinn var fullkomnlega í lagi. Þar að auki hafi þeir hirt gamla búnaðinn heim með sér. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og því miður talar enginn um þetta alvarlega mál.

/r/Iceland Thread Parent Link - youtu.be